A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Verðfyrirspurn vegna leikskólalóðar

Þorgeir Pálsson | 06. maí 2025

Strandabyggð gerir hér með verðfyrirspurn vegna frágangs á leikskólalóð við leikskólann Lækjarbrekku á Hólmavík.  Verkið snýst um að leggja niður jarðvegsefni samkvæmt teikningu, helluleggja og steypa göngustíg samkvæmt teikningu, staðsetja leiktæki, sandkassa og geymsluskúr samkvæmt teikningu.

 

Öll gögn eru aðgengileg hjá VERKÍS og ber áhugasömum að hafa samand við Jóhann Birki Helgason, sími 898-3772.  Skilafrestur er 13.5 n.k. kl 16:00 og ber að skila tilboðum til Jóhanns Birkis Helgasonar, VERKÍS, netfang: jbh@verkis.is

 

Strandabyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum eða taka því sem uppfyllir best væntingar og kröfur sveitarfélagsins.

Hreinsitækni á Hólmavík

Heiðrún Harðardóttir | 06. maí 2025
Í dag og á morgun, þriðjudag og miðvikudag, er bíll frá Hreinsitækni á svæðinu. 

Ef það er stífla eða trekki í fráveitu eða niðurföllum má hafa samband við Hreinsitækni. Einnig eru þeir með myndavél. 

Ef óskað er eftir aðstoð frá þeim þá má hringja í síma 841-0136.


Menningarverðlaun Strandabyggðar 2025

Heiðrún Harðardóttir | 05. maí 2025
Tómstunda-, íþrótta- og menningarmálanefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar.

Í ár verður Lóan, menningarverðlaun Strandabyggðar, veitt í sextánda skiptið. Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar í sveitarfélaginu á liðnu ári ásamt því að oft eru veitt hvatningarverðlaun til frekari starfa í menningarmálum.

Öflugt lista og menningarstarf er verðmætt öllum samfélögum en ekki síst litlum sveitarfélögum á borð við Strandabyggð og því er dýrmætt að verðlauna það sem vel er gert.

Tilnefningum ásamt rökstuðningi, má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is til miðnættis laugardaginn 31. maí.

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum.

Fræðslufundur um málefni kirkjugarða

Heiðrún Harðardóttir | 02. maí 2025

Fræðslufundur um málefni kirkjugarða


Boðað er til fundar þriðjudaginn 6. maí kl 15:00 í sal Menntaskólans á Ísafirði um ýmis málefni er varða skipulag og umhirðu kirkjugarða og samvinnu kirkjugarðsstjórna og sveitafélaga.

 

Fyrirlesarar: Ágústa Erlingsdóttir framkvæmdastjóri kirkjugarðaráðs og  Smári Sigurðsson framkvæmdastjóri Kirkjugarða Akureyrar.


Staðsetning: Menntaskólinn á Ísafirði

Tími: 6. Maí kl: 15:00

 

Á fundinn eru boðaðir fulltrúar sveitafélaga á Vestfjörðum, kirkjugarðsstjórnir og  fulltrúar stærstu trúfélaga á svæðinu.

 

Fjallað verður um eftirfarandi atriði:

Almennt um kirkjugarða

Kirkjugarðasjóð

Tekjur og gjöld kirkjugarða

Umhirðu og grafartöku

 

Öll áhugasöm um málefni kirkjugarða eru hjartanlega velkomin!

Endurskoðun skólastefnu - ÍBÚAFUNDUR

Þorgeir Pálsson | 29. apríl 2025

Kæru íbúar Strandabyggðar, 

Opinn fundur verður haldinn 
þriðjudaginn 6. maí n.k. kl. 17:00 - 19:00 um endurskoðun skólastefnu Strandabyggðar.   (smelltu til að skoða stefnuna).


Hafin er vinna við endurskoðun skólastefnu Strandabyggðar frá 2015. Verkefnið er fólgið í því að greina núverandi stöðu á gildandi skólastefnu og móta framtíðarsýn með skýrum viðmiðum um gæði menntastarfs. Rík áhersla er lögð á samráð við stjórnendur, starfsfólk, nemendur, foreldra og aðra íbúa sveitarfélagsins við endurskoðun skólastefnunnar. Opið ferli og samtal við samfélagið er mikilvægt svo vel takist til við mótun stefnu og innleiðingu enda er slíkt grundvöllur þess að sem mest sátt ríki um stefnuna.

Nú býður stýrihópurinn öllum sem áhuga hafa að mæta á íbúafund um endurskoðun stefnunnar þar sem íbúum gefst kostur á að leggja sitt af mörkum. 


Hvenær: Þriðjudaginn 6. maí

Tími: kl. 17:00-19:00

Hvar: Félagsheimilinu á Hólmavík


Dagskrá fundarins 

  • Kynning á stýrihóp og verkefninu - Þorgeir Pálsson sveitarstjóri.

  • Fyrirlestur - Gerð og mikilvægi menntastefnu sveitarfélaga - Gunnþór verkefnastjóri stýrihóps.

  • Hópavinna - styrkleikar, veikleikar, ógnanir, tækifæri ofl.

  • Samantekt, spurningar og næstu skref.

  • Fundi lokið um 19:00.

Með von um gott samstarf og góða þátttöku

Stýrihópur um endurskoðun skólastefnu

 Þorgeir Pálsson, Grettir Örn Ásmundsson, Hlíf Hrólfsdóttir.

 
Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón