A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Framkvæmdir við leikskólalóð, leikskólakrakkar í grunnskólann

Þorgeir Pálsson | 03. júní 2025
Kæru foreldrar leikskólabarna og aðrir íbúar Strandabyggðar

Undirbúningur vegna lagfæringar á leikskólalóð Lækjarbrekku hefur staðið í nokkurn tíma.  Ákveðið var að flytja alla krakkana upp í grunnskóla, þegar grunnskólinn fer í sumarfrí, til að tryggja öryggi krakkana meðan á framkvæmdum stendur.  Það var að auki skýr ósk verktakans, Litla Kletts, að engir krakkar væru í leikskólanum á verktímanum.

Skólaslit í grunnskólanum verða nú á fimmtudag og í kjölfar þeirra verður farið í að lagfæra lóðina við grunnskólann.  Þar verður yfirborðið jafnað og settur öryggissandur.  Leiktæki verða yfirfarin og þá hefur sveitarfélagið keypt öryggisgirðingu sem verður sett upp að þessu loknu til að afmarka það svæði sem leikskólakrakkarnir hafa til umráða á grunnskólalóðinni.  Það á því allt að vera tilbúið fyrir leikskólakrakkana að mæta í grunnskólann á þriðjudag í næstu viku.  Innanhúss í grunnskólanum verður búið að loka stiganum niður, þannig að þar á enginn að fara sér að voða.  Starfsmenn leikskólans og skólastjórnendur sameinast síðan um að flytja muni, leikföng og annað sem mun fylgja börnunum upp í grunnskóla.  Starfsmenn áhaldahúss aðstoða eftir þörfum.  Þetta er tímabundin ráðstöfum og við reynum öll að gera sem best úr þessari stöðu.

Á þriðjudag koma hingað starfsmenn Litla Kletts með vinnuvélar og hefja síðan framkvæmdir við leikskólalóðina á miðvikudag.  Þeir áætla tvær vikur í sinn verkhluta.

Verið er að ganga frá samningum við verktaka vegna seinni verkhluta, sem er frágangur jarðvegs og yfirborðs lóðarinnar og uppsetningu nýrra og eldri leiktækja.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti




Brák íbúðafélag auglýsir íbúðir lausar til leigu á Hólmavík.

Heiðrún Harðardóttir | 03. júní 2025
« 1 af 2 »

Brák íbúðafélag auglýsir íbúðir lausar til leigu á Hólmavík.  


Brák íbúðafélag hses. auglýsir eftir umsóknum um leigu á íbúðum í raðhús að Víkurtúni 19-25.  Um er að ræða tvær 4ra herbergja íbúðir um 89m² og tvær 4ra herbergja íbúðir um 95m²


Markmið Brákar íbúðafélags hses. er að bæta húsnæðisöryggi tekju- og eignaminni fjölskyldna og einstaklinga.


Um útleigu íbúðarinnar gilda lög um almennar íbúðir nr. 52/2016, í lögunum/reglugerð eru tilgreind tekju- og eignamörk ásamt viðmiði um greiðslubyrði leigu.


Uppbygging þessara íbúða er í samræmi við húsnæðisáætlun Strandabyggðar og er gott dæmi um blandað samstarfsverkefni þar sem húsnæðisstuðningur sveitarfélagsins og ríkisins er nýttur til uppbygginga íbúð utan höfuðborgarsvæðisins .

 

Umsókn um leigu


Umsókn skal senda á netfangið: brakibudafelag@brakibudafelag.is , með upplýsingum um hagi og húsnæðisstöðu umsækjenda  ásamt afriti af síðasta skattframtali og afriti af þremur síðustu launaseðlum umsækjenda.


Umsóknarfrestur er til og með 15. Júní 2025


Brák íbúðafélag hses. úthlutar íbúðinni þegar farið hefur verið yfir allar umsóknir.

 

Starfslok íþrótta- og tómstundafulltrúa

Salbjörg Engilbertsdóttir | 02. júní 2025
Hrafnhildur Skúladóttir sem starfaði sem íþrótta- og tómstundafulltrúi Strandabyggðar frá 1. febrúar 2022 hefur látið af störfum. Um leið og við þökkum henni samstarfið og unnin störf, óskum við henni velfarnaðar.  Hrafnhildur vill koma á framfæri þakklæti til samstarfsfólks og íbúa og er því hér með komið á framfæri.

Sýning Leikfélags Hólmavíkur 39 Þrep í Þjóðleikhúsinu

Heiðrún Harðardóttir | 28. maí 2025
Sýning Leikfélags Hólmavíkur, 39 Þrep, var valin Áhugaverðasta áhugaleikasýning ársins af dómnefnd Þjóðleikhússins. 

Leikfélag Hólmavíkur er því á leið í Þjóðleikhúsið með sýninguna sína og verður hún sýnd laugardaginn 31. maí kl 20:00.

Hægt er að kaupa miða í gegnum tix.is - 39 þrep - Leikfélag Hólmavíkur | Tix
Upplýsingar um viðburðinn á Facebook - 39 Þrep í Þjóðleikhúsinu | Facebook

Aðeins um sýninguna: 

39 þrep eftir Patrick Barlowe er byggt á kvikmynd eftir Alfred Hitchcock og skáldsögu eftir John Buchan. Þetta er spennugamanleikur sem segir frá Richard Hannay sem sogast inn í æsispennandi atburðarás þar sme morð, njósnarar, brjálaðir prófessorar, Skotar og vitaskuld íðilfagrar konur koma við sögu. 

Í verkinu eru 139 hlutverk en þau eru leikin af fjórum konum.

Leikarar og hlutverk: Ásta Þórisdóttir (Richard Hannay), Esther Ösp Valdimarsdóttir (Anna Bella Schmidt, Pamela Margaret, frú Jordan og útvarpsþulur), Kristín Anna Oddsdóttir (prófessor, bóndi, mjólkurpóstur og óteljandi fleiri hlutverk) og Anna Karen Amin Kolbeins (Herra Glöggur, sýslumaður, sætavísa og óteljandi fleiri hutverk). 

Listrænn stjórnandi: Eyvindur Karlssonþ

Sumarnámskeið í Strandabyggð

Heiðrún Harðardóttir | 26. maí 2025
Strandabyggð og Geislinn munu bjóða upp á sumarnámskeið í júní fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. 
 
Strandabyggð niðurgreiðir námskeið á vegum Strandabyggðar fyrir þátttakendur sem eru búsettir í sveitarfélaginu. Geislinn sér um skráningu á námskeið á þeirra vegum og mun auglýsa það von bráðar.
 
Geislinn mun vera með leikjanámskeið vikuna 10-13 júní. 
Strandabyggð verður með myndlistarnámskeið með Einari Lúðvík Ólafssyni vikuna 16-20 júní (að undanskildum 17 júní) og tónlistarnámskeið með Arnljóti Sigurðssyni og Andra Frey vikuna 23-27 júní. 

Skráningarform á námskeið Strandabyggðar er að finna hér: Sumarnámskeið í Strandabyggð 2025

Geislinn mun von bráðar auglýsa sitt námskeið með nánari upplýsingum.
Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón