A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Opið fyrir athugasemdir vegna Aðalskipulags Strandabyggðar 2021-2033

Heiðrún Harðardóttir | 30. desember 2024

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum 12. nóvember 2024 tillögu að Aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033 með minniháttar lagfæringum til að bregðast við framkomnum ábendingum Skipulagsstofnunar. 

Um er að ræða heildarendurskoðun á gildandi Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010 - 2022

Í aðalskipulagi ber sveitarfélögum að setja fram stefnu og ákvarðanir sveitarstjórnar um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar, um landnotkun, byggðaþróun og mynstur, samgöngu‐ og þjónustukerfi og atvinnu‐ og umhverfismál.

Aðalskipulag skal haft til grundvallar við gerð annarra áætlana er snerta ráðstöfun lands á einn eða annan hátt og aðrar skipulagsáætlanir innan sveitarfélagsins skulu vera í samræmi við aðalskipulag.

Búið er að opna fyrir athugasemdir á Endurskoðuðu Aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033 hér: Skipulagsgáttin

Opið er fyrir athugasemdir til 14. febrúar 2025.

Gleðilega Hátíð!

Þorgeir Pálsson | 24. desember 2024
Strandabyggð óskar íbúum Strandabyggðar, starfsmönnum og fjölskyldum þeirra sem og landsmönnum öllum, Gleðilegrar jólahátíðar.

Litlu jól Grunnskólans á Hólmavík

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 17. desember 2024
Litlu jól Grunnskólans á Hólmavík verða haldin fimmtudaginn 19. desember klukkan 13:00-14:20 
Nemendur úr þremur bekkjardeildum flytja atriði á sviði undir stjórn kennara sinna, gengið verður í kringum jólatréð við söng og undirleik og jólasveinarnir hafa boðað komu sína.

Öll velkomin 

Greinargerð með fjárhagsáætlun

Salbjörg Engilbertsdóttir | 13. desember 2024

Kæru íbúar Strandabyggðar,


Á sveitarstjórnar fundi 1371 þann 10.12 sl. samþykkti sveitarstjórn í seinni umræðu, fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 og næstu þrjú ár þar á eftir, eða fram til 2028. Slóð á greinargerð vegna fjárhagsáætlunar.


Síðast liðið ár einkenndist af miklum framkvæmdum við endurbætur á Grunnskólanum á Hólmavík. Viðgerðir og endurbætur hafa staðið yfir í um tvö ár, eða frá því veruleg mygla greindist þar í nóvember 2022. Kostnaður vegna þessa hefur óneytanlega reynst sveitarfélaginu erfiður og er því lagt upp með miklu minni fjárfestingu í verkefnum og viðhaldi á árinu 2025 en eðlilegt þætti. Innviðaskuld Strandabyggðar er mikil og það hefur legið fyrir frá því núverandi sveitarstjórn tók við, að sveitarfélagið yrði að gefa sér nokkur ár í að vinna á þeirri skuld. Það er ljóst að róðurinn verður erfiður árið 2025, en þó verður reynt að framkvæma það sem nauðsynlegt þykir.


Sveitarstjórn samþykkti að nýta þá lagalegu tekjumöguleika sem fyrir eru hverju sinni og eru helstu forsendur tekjuöflunar því eftirfarandi:

...
Meira

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum

Heiðrún Harðardóttir | 10. desember 2024

Skúli Hakim Thoroddsen, staðgengill sýslumannsins á Vestfjörðum, verður til viðtals á sýsluskrifstofunni á Hólmavík mánudaginn 16. desember n.k.

Nánari upplýsingar og tímabókanir í síma 458 2400.

Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón