A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Viðvera fulltrúa sýslumanns

Heiðrún Harðardóttir | 21. febrúar 2025

Skúli Hakim Thoroddsen staðgengill sýslumannsins á Vestfjörðum verður til viðtals á sýsluskrifstofunni á Hólmavík mánudaginn 10. mars n.k.

Nánari upplýsingar og tímabókanir í síma 458 2400.

Íbúafundur vegna Sterkra Stranda, í dag, 20.febrúar!

Þorgeir Pálsson | 20. febrúar 2025
Í dag kl 18:00, verður haldinn lokaíbúafundur vegna Sterkra Stranda í félagsheimilinu á Hólmavík.  Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
  1. Inngangsorð Byggðastofnunar (5 mínútur)
  2. Yfirferð verkefnisstjóra (25 mínútur)
  3. íbúakönnun kynnt (20 mínútur)
  4. Kynning á framhaldi verkefnisins frá Strandabyggð (10 mínútur)
  5. Matarhlé (20 mínútur)
  6. Kynning verkefna:
    1. Finefood Islandica
    2. Galdur brugghús
    3. Fótaaðgerðarstofan Tíu tásur
  7. Hópavinna undir stjórn Strandabyggðar (30 mínútur)
  8. Kynning niðurstaðna (10 mínútur)
  9. Lokaorð Byggðastofnunar (5 mínútur)

Fundarlok áætluð 20:40.  Fundarstjóri er Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri byggðamála, hjá Vestfjarðastofu.

Við hverjum ykkur til að mæta og taka þátt í skapandi umræðu um þetta mikilvæga verkefni.

Áfram Strandabyggð!




Munið - kynning á Aðalskipulagi Strandabyggðar

Þorgeir Pálsson | 18. febrúar 2025
Munið!

19. febrúar er opinn kynningarfundur í Félagsheimilinu þar sem fram fer kynning nýju Aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033.  Fulltrúar frá Landmótun verða á fundinum og kynna aðalskipulagið og einnig verða þar fulltrúar frá Fasteignaumsýslunni og kynna áform um byggingu hótels á Hólmavík.  Fundurinn hefst kl 17.30.

Áfram Strandabyggð!

Opnir fundir í Strandabyggð

Þorgeir Pálsson | 14. febrúar 2025
Mynd: Jón Halldórsson
Mynd: Jón Halldórsson

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það eru tveir opnir fundir framundan í Strandabyggð. 

Miðvikudaginn 19. febrúar er opinn kynningarfundur í Félagsheimilinu þar sem fram fer kynning nýju Aðalskipulagi Strandabyggðar 2021-2033.  Fulltrúar frá Landmótun verða á fundinum og kynna aðalskipulagið og einnig verða þar fulltrúar frá Fasteignaumsýslunni og kynna áform um byggingu hótels á Hólmavík.  Við hvetjum íbúa til að fjölmenna og kynna sér þær áherslur sem nýtt aðalskipulag felur í sér og þá uppbyggingu sem er framundan á Hólmavík.  Fundurinn hefst kl 17.30.

Fimmtudaginn 20. febrúar er síðan lokaíbúafundur Sterkra Stranda sem einnig er haldinn í Félagsheimilinu. Þar verður sagt frá íbúakönnun sem staðið hefur yfir að undanförnu,  farið yfir stöðu einstakra verkefna og unnið í hópavinnu varðandi ávinning verkefnisins.  Fundarstjóri verður Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri byggðamála, hjá Vestfjarðastofu. Boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi á fundinum. Fundurinn hefst kl 18.00.

Það er mikið að gerast í Strandabyggð þessa dagana og við hvetjum íbúa til að taka virkan þátt í umræðunni. 

Áfram Strandabyggð!

Sveitarstjórnarfundur 1373 í Strandabyggð

Heiðrún Harðardóttir | 07. febrúar 2025

Sveitarstjórnarfundur 1373 í Strandabyggð
Fundur nr. 1373 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 11. febrúar kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Matvælaráðuneytið, úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2024-2025
2. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar, fyrri umræða
3. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Strandabyggð, fyrri umræða
4. Vestfjarðastofa, skipan varamanns í Úrgangsráð
5. Kaldrananeshreppur, samningur vegna sérþjónustu
6. Samskiptasáttmáli sveitarstjórnar Strandabyggðar
7. Breyting T-lista nefndarmanna í US-nefnd, til afgreiðslu
8. Svör oddvita við spurningum A lista frá sveitarstjórnarfundi 1372
9. Erindi Jóns Jónssonar frá 4.12.24, minnisblað frá Birni Jóhannessyni lögmanni, 10.1.25
10. Erindi til sveitarstjórnar, Slysavarnahúsið, 27.1.25
11. Erindi til sveitarstjórnar frá Ólafi Númasyni, 17.12.24
12. Erindi til sveitarstjórnar, Kirkjugarðaráð, 29.1.24
13. Vestfjarðastofa, Græn skref-vegferðin hefst
14. Fundargerð stjórnar Sorpsamlags Strandasýslu ehf, 4.2.25
15. Lántaka Sorpsamlags Strandasýslu ehf
16. Fundargerð FRÆ nefndar, 6.2.25
17. Ný skólastefna Strandabyggðar, til afgreiðslu
18. Fundargerð TÍM nefndar, 27.1.25
19. Vinnuskýrsla sveitarstjóra
20. Forstöðumannaskýrslur
21. Brák íbúðafélag, fundargerð ársfundar, 15.1.25
22. Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða, fundargerð 12. Fundar, 20.1.25
23. Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 960., 961. og 962. fundar stjórnar, 13.12.24, 17.1.25 og 22.1.25
24. Hafnasamband Íslands, fundargerðir 468. og 469. fundar stjórnar, 24.1.25
25. Vestfjarðastofa, fundargerð 66. fundar stjórnar og stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga, 29.1.25


Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Þorgeir Pálsson
Grettir Örn Ásmundsson
Júlíana Ágústsdóttir
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir

Strandabyggð 7. febrúar
Þorgeir Pálsson oddviti

Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón